Innlent

Ölvaður ók á vegg Hvalfjarðaganga

Ungur, ölvaður ökumaður endaði bílferð sína í nótt með því að aka utan í vegg í Hvalfjarðargöngum. Tilkynning um atburðinn barst lögreglu laust eftir miðnætti. Þegar að var komið lá þegar ljóst fyrir að maðurinn hafði sopið ótæpilega á áfengum miði áður en hann settist undir stýri. Bíll ökumannsins var ekki ökufær eftir áreksturinn og þurfti að fjarlægja hann með kranabíl. Að sögn lögreglunnar á Akranesi þurfti ekki að loka göngunum enda umferð lítil um þau á þessum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×