Innlent

Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur

Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir harðan árekstur tveggja bíla á mótum Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar um klukkan hálftvö í nótt. Fleiri voru í bílunum, en þeir sluppu ómeiddir. Grunur leikur á að ökumaður annars bílsins hafi verið ölvaður. Töluverð olía lak úr bílunum eftir áreksturinn og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang til að hreinsa veginn. Að öðru leyti gekk ekki mikið á í Reykjavík í nótt, þó að mikill fjöldi fólks hafi safnast saman í miðbænum eftir undankeppni Eurovision. Tveir gistu fangageymslur í nótt, eftir að minniháttar magna af fíkniefnum fannst í fórum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×