Erlent

Sprenging í þjóðminjasafninu í Helsinki

Miklar skemmdir urðu þegar sprenging varð í finnska þjóðminjasafninu í Helsinki í dag. Engan sakaði. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað olli sprengingunni.

Talsmaður lögreglu segir að ekkert bendi til þess að sprengju hafi verið komið fyrir í safninu en ekki sé hægt að útiloka það. Safnið var lokað almenningi í dag en starfsmenn voru að störfum inn í því þegar sprengingin varð síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×