Erlent

Bændur ná háum aldri í Danmörku

Bændur verða karla elstir í Danmörku, meðal þeirra stétta, þar sem fólk, vinnur sjálfstætt. Dánartíðnin er aftur á móti hæst meðal leigubílstjóra. Danska hagstofan kann enga örugga skýringu á þessu en getur sér þess til, að engin leggi út í búskap nema að vera fíl hraustur. Einnig að margir, sem telja sig veikburða til átaka vinnu, sækist í leiguaksturinn. Ekki liggur fyrir hvort sambærilegur samanburður hefur verið gerður hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×