Erlent

24 hafa látist úr kulda í frosthörkum í Rússlandi

Borgarstarfsmenn í Moskvu á ferð á litlum snjóplóg.
Borgarstarfsmenn í Moskvu á ferð á litlum snjóplóg. MYND/AP

Að minnsta kosti 24 hafa látist úr kulda í miklum vetrarhörkum sem geisa nú í Rússlandi. Um 30 stiga frost er í höfuðborginni Moskvu og frostið fer allt niður í 50 stig í Síberíu.

Í sumum skólum Moskvuborgar hefur ekki verið hægt að kenna vegna kulda í kennslustofum og hafa framleiðslufyrirtæki þurft að draga úr starfsemi sinni til þess að spara orku til húshitunar.

Rafmagnsnotkun í Rússlandi hefur aukist gríðarlega vegna kuldakastsins og náði 146 þúsund megavöttum í gær og hefur notkunin ekki verið meirir frá hruni Sovétréikjanna fyrir 15 árum.

Gasnotkun er einnig í hámarki. Rússar hafa neitað því að þeir hafi dregið úr gasflæði til viðskiptavina sinna í öðrum Evrópulöndum og fulltrúi rússneska fyrirtækisins Gazprom segir að því takist að standa við skuldbindingar sínar við erlenda viðskiptavini. Ítalar segjast hafa þurft að grípa í varagasbyrgðir sínar þar sem gasflæði frá Rússlandi hafi minnkað um 5%. Iðnaðarráðherra landsins hefur kallað saman neyðarfundur með fulltrúum ítalskra orkufyrirtækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×