Erlent

Heimsmarkaðsverð á áli hækkar ört

Álverð á heimsmarkaði hækkar nú ört og hefur þegar hækkað um rúm sex prósent frá áramótum, eða á hálfum mánuði. Síðustu sex mánuði nýliðins árs hækkaði það um rösk 30 próent og samkvæmt Reuters fréttastofunni er það nú komið upp í 2388 dollara tonnið, sem er hæsta heimsmarkaðsverð í 17 ár. Landsvirkjun hagnast væntanlega á þessu því raforkuverð til álveranna hér á landi tekur ákveðið mið af heimsmarkaðsverði á áli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×