Erlent

40 daga þjóðarsorg í Kúveit vegna andláts þjóðhöfðingja

Jaber Al Ahmed Al Sabah, fursti, ávarpar þing Kúveit.
Jaber Al Ahmed Al Sabah, fursti, ávarpar þing Kúveit. MYND/AP

40 daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Kúveit eftir að þjóðhöfðingi landsins, Jaber Al Ahmed Al Sabah fursti, lést í nótt, sjötíu og níu ára að aldri. Saad Al Abdullah Al Sabah krónprins hefur tekið við stjórnartaumunum í ríkinu til bráðabirgða en hann er sjálfur á áttræðisaldri. Ekki er talið að neinar breytingar verði gerðar á stefnu ríkissins við fráfall furstans, hvorki í olíumálum né utanríkismálum. Kúveit hefur lengi verið öflugur bandamaður Bandaríkjanna en þaðan var innrásinni í Írak árið 2003 stjórnað að miklu leyti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×