Innlent

Tíu árekstrar og eitt banaslys

Tíu árekstrar höfðu orðið í Reykjavík fyrir hádegi og þar af eitt banaslys á Sæbraut. Vegna slæmrar færðar á götum höfuðborgarsvæðisins í morgun gekk umferðin hægt. Starfsmenn ruðningstækja höfðu í nógu að snúast í morgun, en nú ætti færð á öllum helstu umferðaræðum að vera orðin góð.

Umferð var hæg á höfuðborgarsvæðinu í morgun vegna færðar en að sögn lögreglu hefur fólk keyrt eftir aðstæðum. Alls hafa tíu árekstrar orðið í Reykjavík en enginn hefur óskað eftir aðstoð lögreglu við að losa bíl sinn, enn sem komið er. Bílstjórar snjóruðningsbíla eru ánægðir með snjóinn enda loksins nóg að gera eftir annars vota vetrarmánuði. Haraldur Guðbjörnsson, vélamaður og starfsmaður Reykjavíkurborgar, segir að vel hefur gengið að hreinsa götur borgarinnar. Umferð hafi að mestu gengið vel en þó séu það alltaf einhverjir sem séu að reyna að troðast fram fyrir snjóruðningsbílana. Hann segir þó að þetta sé fyrsti almennilegi snjórinn í lengri tíma og það sé tilbreyting að geta nokað alvöru snjó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×