Erlent

Kostnaður við meðferð og greiningu HIV lækkar í þróunarlöndum

MYND/Reuters
Samtök sem Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er í forsvari fyrir hafa gert samning við nokkur lyfjafyrirtæki sem felur í sér að kostnaður við meðferð og greiningu HIV-smitaðra í þróunarlöndum lækkar gríðarlega. Bundnir eru vonir við að hægt verði að bjarga hundruð þúsunda mannslífa með samningnum. Íbúar fimmtíu landa, þar á meðal í Afríku, Asíu og Austur-Evrópu, munu njóta góðs af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×