Innlent

Norðmenn vilja smíða varðskip fyrir Íslendinga

Norðmenn hafa mikinn áhuga á að smíða nýtt varðskip fyrir Íslendinga því þeir eiga þrjár umsóknir af fimmtán, um að fá að taka þátt í lokuðu útboði um smíðina. Annars komu umsóknirnar úr öllum heimshornum, frá Chile, Danmörku, Kína, Póllandi, Spáni og Ítalíu, svo nokkrir séu nefndir. Stefnt er að því að umsækjendur fái útboðsgögn í febrúar og að undirritaður samningur liggi fyrir í sumar byrjun. Upp úr því ætti smíðin að geta hafist




Fleiri fréttir

Sjá meira


×