Innlent

Tólf í tveimur árekstrum

Frá slysstað í Ártúnsbrekku
Frá slysstað í Ártúnsbrekku MYND/Villi

Lögreglan er enn að störfum í Ártúnsbrekkunni þar sem tíu bílar hið minnsta lentu í árekstri um klukkan tíu. Skömmu ofar lentu tveir bílar í árekstri. Tveir bílar að minnsta kosti lentu út af veginum í fjöldaárekstrinum en þrátt fyrir að margir bílar lentu í árekstrinum virtist ekki sem skemmdir á bílum væru miklar. Ekki er vitað til þess að meiðsl hafi verið á fólki.

Kallað var á sjúkrabíl þar sem ólétt kona var meðal þeirra sem lenti í árekstrinum en hún kenndi sér ekki mein og sjúkrabíllinn því aðeins kallaður til í samræmi við starfsreglur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×