Innlent

Bensínhækkanir ekki í samræmi við heimsmarkaðsverð

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB MYND/GVA

Undanfarna daga hafa öll olíufyrirtækin hækkað verð á bensíni. Félag íslenskra bifreiðaeigenda er ósátt við hækkanirnar og bendir á að félögin hækki verð sitt á sama tíma og heimsmarkaðsverð lækki.

Hækkunin kemur í kjölfar eins og hálfrar krónu hækkunar á fyrsta virka degi ársins. Til samanburðar þá er heimsmarkaðasverð á bensíni aðeins tveimur og hálfri krónu hærra en það var í desember síðastliðnum. En olíufélögin hafa á sama tíma hækkað verðið sem nemur þremur og hálfri krónu álíter.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir harðlega hækkanirnar og segir þær ekki í samræmi við heimsmarkaðsverð. Hann segir jafnframt að svo virðist sem olíufélögin taki til sína auknar verðhækkanir sem ekki séu í samræmi við hækkanir á heimsmarkaðsverði í formi hærri álagningar. Hann segist jafnframt hissa á því í ljósi samkeppnisúrskurðar að samkeppni ríki ekki á olíumarkaði þar sem olíufélögin séu samstíga í hækkunum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×