Innlent

Afhenti embættisbréf í Liechtenstein

Stefán Haukur Jóhannesson afhenti Alois, erfðaprinsi af Liechtenstein, í dag embættisbréf sitt sem sendiherra Íslands í landinu með aðsetur í Brussel.

Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að sendiherrann og prinsinn ræddu almennt um samskipti ríkjanna og stöðu samstarfs þjóðanna innan EES og samningaviðræður á vettvangi Alþjóða viðskiptaststofnunarinnar um aukið frelsi í heimsviðskiptum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×