Erlent

Lífstíðarfangelsi fyrir að nauðga 12 vikna barni

Fertugur breskur karlmaður, sem nauðgaði tólf vikna barni með hjálp kærustu sinnar sem átti að gæta barnsins, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Nítján ára unnusta hans hefur verið dæmd til fimm ára fangelsisvistar.

Parið var ráðið í fyrra til að gæta barnsins. Við leit á heimili parsins fann lögregla myndir sem þau höfðu tekið af nauðguninni.

Barnið er nú tveggja ára og líðan þess sögð góð eftir atvikum. Sérfræðingar segja ómögulegt að meta á þessari stundu hvaða áhrif þessi óhugnanlegi verknaður hafi á sálarlíf barnsins í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×