Erlent

Kona dæmd fyrir rekstur vændishús í Danmörku

Kona var í dag dæmd í árs fangelsi og 150 stunda samfélagsvinnu í Danmörku fyrir að hafa rekið vændishús í Rødovre í nágrenni Kaupmannahafnar. Talið er að konan hafi auðgast sem nemur 10 milljónum íslenskra króna, jafnvel mun meira, en ekki var hægt að sýna fram á hversu háar fjárhæður hún hafði raunverulega haft upp úr þessu ólöglega athæfi sínu. Konan neitaði allri sök og sagði að hún væri bara milligönguliður en erlendir menn krefðust hárra upphæða fyrir störf kvennanna á vændishúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×