Innlent

Mikill eldur gaus upp í flugeldasölu í Hveragerði á Gamlársdag

MYND/Kiddi rót

Mikill eldur gaus upp í flugeldasölu í Hveragerði á gamlársdag. Tjón björgunarsveitarinnar á staðnum er gríðarlegt, en húsið er ónýtt og allur búnaður hjálparsveitarinnar. Þrír fengu snert af reykeitrun og einn brákaðast á fæti þegar hann braut sér og börnum sínum leið út úr húsinu.

Rétt eftir eitt, á gamlársdag var tilkynnt um eld í húsi Hjálparsveitar skáta í Hveragerði og miklar sprengingarnar til lögreglunnar. Kallað var á allt tiltækt lið lögreglu, slökviliðs og sjúkraflutningsmanna frá nágrannabyggðum og Reykjavík. Gríðarlegt reykský lá yfir Hveragerði og þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn var húsið alelda. Hafist var handa við að rýma stórt svæði vegna sprengihættu en miklar birgðir flugelda voru í húsinu, og gaskútar og smurolía í austurenda hússins. Enginn þurfti að yfirgefa íbúðir sínar vegna eldsins þar sem húsið stendur inni í iðnaðarhverfi. Veðuráttin var hagstæð, sunnanandvari svo reykinn lagði ekki niður í íbúðabyggðina. Meðan eldurinn skíðlogaði, drundu við miklar sprengingar og stöku flugeldaskot skaust upp úr eldhafinu.

Alls tók þrjá tíma að slökkva mesta bálið slokknaði ekki fyrr en um þremur tímum seinna. Slökkvistarfi lauk þó ekki fyrr en um sexleytið.



MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót



Fleiri fréttir

Sjá meira


×