Innlent

Símafyrirtækin hefðu getað stöðvað tölvuþrjóta

Íslensk símafyrirtæki hefðu getað komið í veg fyrir að erlendir tölvuþrjótar rændu umtalsverðum fjárhæðum úr heimabanka Íslendings. Þetta segir Friðrik Skúlason tölvufræðingur sem rannsakaði málið upp á eigin spítur og telur sig hafa komið upp um tölvuþrjótin.

Fyrir rúmum mánuði bárust holskeflur af sms sendingunum frá Bandaríkjunum í íslenska síma. Að minnsta kosti einn Íslendingur létt gabbast; fór inn á stefnumótasíðu að áeggjan skilaboðanna, með þeim afleiðingum að tölvuþrjótar gátu opnað bakdyr að tölvu mannsins gegnum síman.

Friðrik Skúlason rekur tölvufyrirtæki sem sérhæfir sig í vírusvörnum. Friðrik segir segir að koma mátt hefði í veg fyrir stuldinn ef íslensk símafyrirtæki hefðu lokað fyrir gáttina sem smáskilaboðin komu í gegnum frá frá Bandaríkjunum.

Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík segir vísbendingarnar frá Friðriki Skúlasyni hafi hjálpað til við rannsókn málsins. Ómar Smári hvetur þá sem kynnu að hafa fallið í sms gildruna að yfirfara tölvur sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×