Vilja endurráðningu án skilyrða 7. júlí 2006 17:59 Landspítali - háskólasjúkrahús MYND/Vísir Læknafélag Íslands býður Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi, að leggja sitt að mörkum við að semja um starfsskyldur tveggja lækna sem sagt hefur verið upp störfum, ef spítalinn endurræður þá án skilyrða. Læknafélag Íslands sendi framkvæmdastjórn Landspítla - háskólasjúkrahúss bréf í dag vegna yfirlæknanna Tómasar Zoëga og Stefáns E. Matthíassonar. Dæmt hefur verið í brottrekstrarmálum þeirra beggja, annars vegar í Hæstarétti í máli Tómasar og Héraðsdómi í máli Stefáns. Í bréfinu skorar Læknafélagið á stjórnarnefnd spítalans að beita sér fyrir því að hlutur læknanna tveggja verði réttur, þannig að þeir geti gengið inn í fyrri störf sín án skilyrða. Aðeins á þann hátt sé unnt að gera þá jafnsetta og áður en hinar ólögmætu ákvarðanir voru teknar, segir í bréfi Læknafélagsins. Sé það þá ennþá vilji yfirstjórnenda spítalans að ná fram breytingum á störfum og starfsskyldum læknanna sé félagið reiðubúið að leggja sitt af mörkum vegna slíkra samninga og aðstoða við vandasama túlkun starfsmannaréttarins. Í bréfinu segir að Læknafélagið leggi mikla áherslu að hlutur læknanna tveggja verði réttur með viðunandi hætti. Ekki eingöngu vegna hagsmuna læknanna tveggja, heldur ekki síður vegna samskipta lækna og yfirstjórnenda spítalans almennt. Þar hafi myndast vík milli vina. Núverandi stjórnunarhættir hafa leitt til þess að sumir læknar telji ekki þjóna tilgangi að láta reyna á réttarstöðu sína telji þeir á sér brotið. Jafnvel þótt mál vinnist fyrir dómstólum þá sé ólögmætinu viðhaldið. Fyrir marga lækna sé Landsspítalinn - háskólasjúkrahús eini mögulegi vinnustaðurinn á Íslandi og því sé ekki til vinnandi að fá jákvæða dómsniðurstöðu með þeirri afleiðingu að eiga þess ekki lengur kost að starfa við spítalann. Fréttir Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Læknafélag Íslands býður Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi, að leggja sitt að mörkum við að semja um starfsskyldur tveggja lækna sem sagt hefur verið upp störfum, ef spítalinn endurræður þá án skilyrða. Læknafélag Íslands sendi framkvæmdastjórn Landspítla - háskólasjúkrahúss bréf í dag vegna yfirlæknanna Tómasar Zoëga og Stefáns E. Matthíassonar. Dæmt hefur verið í brottrekstrarmálum þeirra beggja, annars vegar í Hæstarétti í máli Tómasar og Héraðsdómi í máli Stefáns. Í bréfinu skorar Læknafélagið á stjórnarnefnd spítalans að beita sér fyrir því að hlutur læknanna tveggja verði réttur, þannig að þeir geti gengið inn í fyrri störf sín án skilyrða. Aðeins á þann hátt sé unnt að gera þá jafnsetta og áður en hinar ólögmætu ákvarðanir voru teknar, segir í bréfi Læknafélagsins. Sé það þá ennþá vilji yfirstjórnenda spítalans að ná fram breytingum á störfum og starfsskyldum læknanna sé félagið reiðubúið að leggja sitt af mörkum vegna slíkra samninga og aðstoða við vandasama túlkun starfsmannaréttarins. Í bréfinu segir að Læknafélagið leggi mikla áherslu að hlutur læknanna tveggja verði réttur með viðunandi hætti. Ekki eingöngu vegna hagsmuna læknanna tveggja, heldur ekki síður vegna samskipta lækna og yfirstjórnenda spítalans almennt. Þar hafi myndast vík milli vina. Núverandi stjórnunarhættir hafa leitt til þess að sumir læknar telji ekki þjóna tilgangi að láta reyna á réttarstöðu sína telji þeir á sér brotið. Jafnvel þótt mál vinnist fyrir dómstólum þá sé ólögmætinu viðhaldið. Fyrir marga lækna sé Landsspítalinn - háskólasjúkrahús eini mögulegi vinnustaðurinn á Íslandi og því sé ekki til vinnandi að fá jákvæða dómsniðurstöðu með þeirri afleiðingu að eiga þess ekki lengur kost að starfa við spítalann.
Fréttir Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira