Innlent

Fyrirtæki búi sig undir fuglaflensu

MYND/Sigurður Jökull

Fyrirtækin gætu þurft að búa sig undir nýjar aðstæður ef ríkari kröfur verða gerðar til þeirra um samfélagslega ábyrgð vegna fuglaflensu sem einsýnt þykir að berist til landsins. Þetta segja Samtök verslunar og þjónustu.

Í fréttabréfi þeirra er fjallað um málið og þar segir að ef viðbúnaðaráætlun sem ríkisstjórnin hefur látið gera verð i virkjuð gæti hún haft áhrif á rekstur fyrirtækja . Einnig gæti val neytenda á vörum og þjónustu breyst í kjölfar fuglaflensunnar og þannig haft áhrif á fyrirtækin.

Enn fremur segir í fréttabréfinu að rekstraraðilar í verslun og þjónustu á sviði matvælagerðar og sölu þurfiað gera starfsfólki sínu ljósa hina raunverulegu hættu sem skapast geti vegna fuglaflensunnarog brýna fyrir fólki hreinlæti og varúð við alla meðferð matvæla.

Þá gætu f yrirtækin átt á hættu að vöruframboð raskist ef verstu aðstæður skap i st og því væri e.t.v. ráðlegt að skipuleggja varabirgðaleiðir fyrir ákveðinn hluta vöruúrvalsins sem helst getur talist til mestu nauðsynja. Að öðru leyti verð i menn að búa sig undir áföll miðað við aðstæður á hverjum stað og vonandi k omi ekki til þess að verstu aðstæður skapist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×