Innlent

Biskup vill bíða með að samþykkja breytingar á hjúskaparlögum

Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson
Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson MYND/Pjetur

Biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, vill að Alþingi bíði með að samþykkja breytingar á hjúskaparlögum á þá leið að trúfélögum verði heimilt að gefa saman samkynhneigða.

Hann segir breytinguna þvinga kirkjuna til að taka afstöðu í erfiðu máli, jafnvel þó breytingin skyldi ekki trúfélög til að gefa saman samkynhneigða. Hann segir hjónabandið eiga það inni hjá þjóðinni að því sé ekki kastað á sorphaugana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×