Erlent

Mannfall í tveimur sprengjuárásum í Írak

MYND/AP

Að minnsta kosti 22 létu lífið og 26 særðust í tveimur sprengjuárásum sem gerðar voru nánast samtímis í Bagdað, höfuðborg Íraks, nú í hádeginu.

Bílasprengja sprakk þar sem sveit lögreglumanna fór um á bílum sínum. Skömmu síðar gekk maður hlaðinn sprengiefni inn á nálægt kaffihús og sprengt sig í loft upp.

Árásirnar voru gerðar aðeins nokkrum klukkustundum eftir að íraskar öryggissveitir hófu umfangsmiklar aðgerðir gegn andspyrnumönnum í höfuðborginni. Lögregla telur margt benda til þess að árásnirnar tvær hafi verið samhæfðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×