Innlent

Ferðamenn fundust heilir á húfi

Íslensku ferðamennirnir þrír, sem björgunarsveitir fóru að leita að síðdegis í gær, fundust heilir á húfi um sjö leitið í gærkvöldi.

Þeir höfðu ætlað í Þórsmörk og í Landmannalaugar, en þeir fundust í biluðum jeppa sínum á Heklubraut, við Breiðaskarð. Það er símasambandslaust svæði og því gátu þeir ekki látið vita af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×