Innlent

Útilt fyrir að Erling Ásgeirsson leiði Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ

Útlit er fyrir að Erling Ásgeirsson leiði lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Búist er við að flokkurinn vilji að Gunnar Einarsson verði bæjarstjóri áfram.

Þetta er fyrsta prófkjörið í Garðabæ í tæp 30 ár. Rétt fyrir klukkan 18:30 var búið að telja tæplega 40% atkvæða og var röð efstu manna þessi:

1. Erling Ásgeirsson framkvkæmdastjóri og bæjarfulltrúi

2. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi

3. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri.

4. Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar

5. Sturla Þorsteinsson, grunnskólakennari

6.Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir, flugfreyja og öryggiskennari

7. Ingibjörg Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Gunnar Einarsson tók við bæjarstjórastarfinu á kjörtímabilinu þegar Ásdís Halla Bragadóttir hvarf til annarra starfa. Gunnar er ekki fulltrúi neins flokks, en formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins býst við að flokkurinn vilji hann áfram sem bæjarstjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×