Innlent

Breytingar á yfirstjórn Excel Airways Group

Steven Tomlinson rekstrarstjóri og Paul Roberts, fjármálastjóri Excel Airways Group, dótturfélags Avion Group, hafa sagt upp störfum. Halldór Sigurðarson tekur við sem fjármálastjóri og Davíð Örn Halldórsson hefur störf sem yfirmaður nýstofnaðrar upplýsingatæknideildar félagsins.

Halldór Sigurðarson hefur víðtæka reynslu úr flugrekstri. Undanfarið hefur hann gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs Avia Technical Services í Manston á Englandi. Hann starfaði m.a. við endurskoðun hjá Deloitte áður en hann gekk til liðs við Air Atlanta Icelandic árið 2000. Halldór er 32 ára gamall og er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Kent á Englandi.

Davíð Örn Halldórsson er 32 ára gamall. Hann hefur fjölbreytta reynslu af verkefnastjórnum á upplýsingatæknisviði, bæði hjá Eimskip og Símanum. Áður starfaði hann við fjárstýringu hjá Carlsberg verksmiðjunum í Danmörku. Davíð er með

BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×