Innlent

Sálfræðingafélag Íslands fer í mál

Stjórn Sálfræðingafélags Íslands hefur ákveðið að fara í mál vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá í janúar sl. Áfrýjunarnefndin felldi úr gildi úrskurð Samkeppniseftirlitsins þess efnis að heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytinu bæri að semja við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera á sálfræðiviðtölum.

Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu síðastliðið haust að sálfræðingar væru beittir misrétti þar sem heilbrigðisráðuneytið greiðir ekki niður kostnað við meðferð sjúklinga þeirra.

Heilbrigðismálaráðherra áfrýjaði úrskurðinum til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem komst að gagnstæðri niðurstöðu. Þá niðurstöðu er Sálfræðingafélagið nú að kæra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×