Innlent

Ríkisútvarpið og Gott fólk stefnir 365 fjölmiðlum

Ríkisútvarpið hefur stefnt 365 fjölmiðlum og auglýsingastofunni Góðu fólki, fyrir meinta ólöglega notkun á auglýsingu. Í auglýsingunni var látið að því liggja að vinsælir dagskrárliðir, sem RÚV auglýsti, hefðu runnið sitt skeið og yrðu aldrei aftur á dagskrá.

Í lok febrúar birtist í Fréttablaðinu auglýsing undir fyrirsögninni : Fullt Hús takk fyrir" og var þar verið að vísa til þess að tíu vinsælustu dagskrárliðirnir í síðustu fjölmiðlakönnun væru allir á dagskrá Ríkissjónvarpsins.

Þremur dögum síðar birtist auglýsing í Fréttablaðinu frá Stöð tvö, undir fyirsögninni: "Það er ekki nóg að vera vinsæll í viku."

Í auglýsingunni var notast við auglýsingu Ríkissjónvarpsins í smækkaðri mynd og orðið búið sett yfir sjö dagskrárliði, með tilvísun til þess að þeir væru ekki lengur á dagskrá. Í annarri auglýsingu í sama blaði var tekið fram að, að sjálfsögðu myndi Stöð 2 sýna tíu vinsælustu þættina sína áfram.

Þetta fór fyrir brjóstið á Ríkisútvarpinu og hönnuði auglýsingarinnar, sem hafa stefnt 365 fjölmiðlum og auglýsingastofunni Góðu fólki fyrir héraðsdóm vegna málsins.

Krafist er 960 þúsund króna í skaðabætur fyrir Ríkisútvarpið og tveggja milljóna króna í bætur til auglýsingahönnuðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×