Innlent

Ársfundur ÖSE-þingsins

Ársfundur ÖSE-þingsins var haldinn í Brussel 3.-7. júlí og var yfirskrift fundarins styrking mannöryggis. Þrír Íslenskir Alþinigsmenn tóku þátt í þinginu, þau Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Íslandsdeildar ÖSE-þingsins, Dagný Jónsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og varaformaður Íslandsdeildar ÖSE-þingsins og Jóhanna Sigurðardóttir, þinkona Samfylkingarinnar. Alþingismennirnir vöktu athygli á málefnum sem verið hafa í umræðunni hér á landi, þá sérstaklega brotthvarfi varnarliðsins og mansali.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×