Innlent

Ræningjans enn leitað

Lögreglan í Reykjavík leitar enn að karlmanni, sem rændi verslunina Þingholt við Grundarstíg í gærkvöldi og komst undan. Afgreiðslukona var ein í versluninni þegar ræningjann bar að garði, enda stóð úrslitaleikur heimsmesitarakeppninnar í knattspyrnu sem hæst. Hann hótaði stúlkunni með sprautunál, sem hann sagði vera smitaða, og hafði á brott með sér fjármuni úr peningakassanum. Ræninginn er ófundinn. Hann er talinn um einn og sjötíu á hæð, 25 til 27 ára , brúnhærður í leðurjakka og gallabuxum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×