Andri Snær valinn á fyrirlestraröð í Columbiu-háskóla 9. janúar 2006 10:54 MYND/Róbert Andri Snær Magnason rithöfundur hefur verið valinn einn af fimm fyrirlesurum til að ávarpa nemendur í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Fyrirlestraröð vorannar er undir yfirskriftinni „Orð og gjörðir". Aðrir fyrirlesarar verða George Bizos, lögfræðingur Nelsons Mandela, George D. Yancopoulos, læknir, doktor í lífefnafærði og sameindalíffræði og forstjóri líftæknifyrirtækisins Regeneron, Peter Goldmark, stjórnandi Environmental Defense Fund, óopinberra umhverfissamtaka í New York, og Stewart Sukuma, tónlistar- og baráttumaður frá Mósambík. Columbiu-háskólinn er einn virtasti háskóli í heimi. Á hverri önn eru mánaðarlegir fyrirlestrar sem eru ætlaðir afburðanemendum skólans og styrkþegum sem sýnt hafa eindregna hæfni til að axla leiðtogahlutverk í framtíðinni. Á hverju skólaári eru fengnir fyrirlesarar hvarvetna úr heiminum í því skyni að kynna þeim sem flest sjónarmið í samfélagsmálum, stjórnmálum, vísindum og listum. Markmiðið er að auka víðsýni nemendanna, brýna hugsjónir þeirra og veita þeim nýja sýn á heiminn og vandamál hans. Margir af helstu og þekktustu forvígismönnum bandarísks efnahagslífs, háskóla og stjórnmála hafa á undanförnum árum verið þátttakendur í þessu námi. Andri Snær Magnason hefur þrátt fyrir ungan aldur markað sér stöðu sem einn helsti rithöfundur Íslendinga. Blái hnötturinn fékk í vor fimm tilnefningar til helstu leiklistarverðlauna Kanada og er væntanleg á svið í Finnlandi í september. Fyrir Söguna af bláa hnettinum hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin 1999 en skjáldsagan LoveStar var tilnefnd til sömu verðlauna árið 2002. Ferill hans spannar vítt svið og verk hans hafa alla jafna vakið athygli fyrir nýjungar í framsetningu og hugmyndaauðgi þar sem hefðbundin viðfangsefni og hugmyndir eru skoðaðar í nýju ljósi. Væntanleg er á næstunni ný bók eftir hann sem er ætlað að hrista upp í hugmyndaheimi og heimsmynd Íslendinga. Verk hans hafa verið gefin út á 17 tungumálum. Fréttir Innlent Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Andri Snær Magnason rithöfundur hefur verið valinn einn af fimm fyrirlesurum til að ávarpa nemendur í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Fyrirlestraröð vorannar er undir yfirskriftinni „Orð og gjörðir". Aðrir fyrirlesarar verða George Bizos, lögfræðingur Nelsons Mandela, George D. Yancopoulos, læknir, doktor í lífefnafærði og sameindalíffræði og forstjóri líftæknifyrirtækisins Regeneron, Peter Goldmark, stjórnandi Environmental Defense Fund, óopinberra umhverfissamtaka í New York, og Stewart Sukuma, tónlistar- og baráttumaður frá Mósambík. Columbiu-háskólinn er einn virtasti háskóli í heimi. Á hverri önn eru mánaðarlegir fyrirlestrar sem eru ætlaðir afburðanemendum skólans og styrkþegum sem sýnt hafa eindregna hæfni til að axla leiðtogahlutverk í framtíðinni. Á hverju skólaári eru fengnir fyrirlesarar hvarvetna úr heiminum í því skyni að kynna þeim sem flest sjónarmið í samfélagsmálum, stjórnmálum, vísindum og listum. Markmiðið er að auka víðsýni nemendanna, brýna hugsjónir þeirra og veita þeim nýja sýn á heiminn og vandamál hans. Margir af helstu og þekktustu forvígismönnum bandarísks efnahagslífs, háskóla og stjórnmála hafa á undanförnum árum verið þátttakendur í þessu námi. Andri Snær Magnason hefur þrátt fyrir ungan aldur markað sér stöðu sem einn helsti rithöfundur Íslendinga. Blái hnötturinn fékk í vor fimm tilnefningar til helstu leiklistarverðlauna Kanada og er væntanleg á svið í Finnlandi í september. Fyrir Söguna af bláa hnettinum hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin 1999 en skjáldsagan LoveStar var tilnefnd til sömu verðlauna árið 2002. Ferill hans spannar vítt svið og verk hans hafa alla jafna vakið athygli fyrir nýjungar í framsetningu og hugmyndaauðgi þar sem hefðbundin viðfangsefni og hugmyndir eru skoðaðar í nýju ljósi. Væntanleg er á næstunni ný bók eftir hann sem er ætlað að hrista upp í hugmyndaheimi og heimsmynd Íslendinga. Verk hans hafa verið gefin út á 17 tungumálum.
Fréttir Innlent Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira