Erlent

Fimm Danir sem leitað var að fundnir í Þelamörk

Fimm Danir sem leitað var að í Þelamörk í Noregi fundust í morgun heilir á húfi. Um var að ræða tvær konur og þrjú börn sem farið höfðu í fjallgöngu í gærkvöld en villtust á göngu sinni. Björgunarsveitarmenn leituðu fólksins í alla nótt og fundu svo í morgun en þá var það kalt og hrakið en annars amaði ekkert að því. Sagðist fólkið hafa haldið kyrru fyrir í nótt og sungið söngva alla nóttina til þess að halda ró barnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×