Innlent

460 mótorhjólakappar mæltu sér mót við Perluna í dag

Aldrei hafa jafn margir bifhjólamenn safnast saman á Íslandi eins og í dag, þegar um 460 mótorhjólakappar mæltu sér mót við Perluna í Reykjavík. Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglarnir boðuðu til alsherjar mótorhjólaveislu við Perluna í dag en tilefnið var að sjálfsöðgu 1. maí. Þetta er árlegur viðburður bifhjólamanna og var þáttakan í dag með mesta móti en um 460 mótorhjólakappar mættu á fákum sínum. Hersingin ók suður í Hafnafjörð og Reykjanesbrautina til baka, að Smáralind en þar var mótorhjólasýning í boði púkinn.com í Vetrargarðinum.

Lögreglan sá um að stjórna umferð frá Perlunni og fylgdi síðan hópnum á leiðarenda, enda ekki vanþörf á því það er ekkert smámál að stjórna 460 mótorhjólamönnum á götum borgarinnar. Að Sögn Evu Þórsdóttur fjölmiðlafulltrúa þessa hátíðar hefur aldrei verið eins mikil þáttaka og í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×