Arenas ætlar að hefna sín á þjálfurum sínum 14. september 2006 21:58 Gilbert Arenas ætlar að taka gremju sína út á þjálfurum bandaríska landsliðsins í vetur og ætlar að vera með 50 stig að meðaltali í leik gegn Portland og Phoenix. NordicPhotos/GettyImages Skorunarmaskínan Gilbert Arenas hjá Washington Wizards hugsar þjálfurum sínum hjá bandaríska landsliðinu nú þegjandi þörfina eftir að hann komst ekki í lokahópinn á HM í Japan á dögunum og ætlar að hefna sín rækilega á þeim þegar deildarkeppnin í NBA hefst síðar í haust. Arenas náði ekki að vinna sér sæti í 12 manna hóp Bandaríkjamanna á HM og datt úr úr hópnum nokkrum dögum áður en liðið fór til Japan. Ákvörðun þjálfaranna um að taka hann ekki með á mótið var auðveldari eftir að Arenas meiddist lítillega á síðustu dögum æfingabúðanna, en það þýðir alls ekki að leikmaðurinn sé sáttur við niðurstöðuna. Arenas hefur alltaf verið mikill keppnismaður og þrífst á mótlæti og því að sanna fyrir mönnum sem ekki hafa haft trú á honum í gegn um tíðina að hann sé einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Arenas spilar t.d. í treyju númer 0 til að minna sig á hvaða trú fólk hefur á sér. Þjálfarar landsliðsins eru þeir Mike D´Antoni hjá Phoenix Suns og Nate McMillan hjá Portland Trailblazers og Arenas gaf út yfirlýsingu fyrir nokkru þar sem hann lofaði að vera með 50 stig að meðaltali í leik gegn þessum tveimur liðum í vetur. Mike D´Antoni var í gær spurður út í yfirlýsingu Arenas og hafði þetta að segja um málið. "Ég get skilið að hann sé nokkuð ósáttur við að komast ekki í landsliðið, en hann ætti nú alls ekki að vera það, þar sem það er mikill heiður að vera á meðal þeirra 25 sem eru í upphaflega hópnum. Við Nate erum þó líklega einu mennirnir sem hann getur tekið gremju sína út á - og vitið þið hvað? Á miðað við varnarleikinn sem við spilum, kæmi það mér ekki á óvart þó hann skoraði 100 stig á okkur. Ég vona að honum takist það, en ég er hræddur um að 100 stig yrðu ekki nóg fyrir hann," sagði D´Antoni hæðnislega. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Skorunarmaskínan Gilbert Arenas hjá Washington Wizards hugsar þjálfurum sínum hjá bandaríska landsliðinu nú þegjandi þörfina eftir að hann komst ekki í lokahópinn á HM í Japan á dögunum og ætlar að hefna sín rækilega á þeim þegar deildarkeppnin í NBA hefst síðar í haust. Arenas náði ekki að vinna sér sæti í 12 manna hóp Bandaríkjamanna á HM og datt úr úr hópnum nokkrum dögum áður en liðið fór til Japan. Ákvörðun þjálfaranna um að taka hann ekki með á mótið var auðveldari eftir að Arenas meiddist lítillega á síðustu dögum æfingabúðanna, en það þýðir alls ekki að leikmaðurinn sé sáttur við niðurstöðuna. Arenas hefur alltaf verið mikill keppnismaður og þrífst á mótlæti og því að sanna fyrir mönnum sem ekki hafa haft trú á honum í gegn um tíðina að hann sé einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Arenas spilar t.d. í treyju númer 0 til að minna sig á hvaða trú fólk hefur á sér. Þjálfarar landsliðsins eru þeir Mike D´Antoni hjá Phoenix Suns og Nate McMillan hjá Portland Trailblazers og Arenas gaf út yfirlýsingu fyrir nokkru þar sem hann lofaði að vera með 50 stig að meðaltali í leik gegn þessum tveimur liðum í vetur. Mike D´Antoni var í gær spurður út í yfirlýsingu Arenas og hafði þetta að segja um málið. "Ég get skilið að hann sé nokkuð ósáttur við að komast ekki í landsliðið, en hann ætti nú alls ekki að vera það, þar sem það er mikill heiður að vera á meðal þeirra 25 sem eru í upphaflega hópnum. Við Nate erum þó líklega einu mennirnir sem hann getur tekið gremju sína út á - og vitið þið hvað? Á miðað við varnarleikinn sem við spilum, kæmi það mér ekki á óvart þó hann skoraði 100 stig á okkur. Ég vona að honum takist það, en ég er hræddur um að 100 stig yrðu ekki nóg fyrir hann," sagði D´Antoni hæðnislega.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum