Innlent

Slagsmál á Írskum dögum

Mynd/Hilmar
Að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni á Akranesi er einn maður enn í haldi, grunaður um innbrot í vélsmiðju og golfskála. Ein alvarleg líkamsárás varð í bænum í gær. Sparkað var í mann liggjandi og hann fluttur slasaður á spítala. Tveimur mönnum sem handteknir voru fyrir vörslu fíkniefna hefur verið sleppt úr haldi. Lögreglan ætlar að herða eftirlit sitt í kvöld til að koma í veg fyrir frekari ólæti í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×