Erlent

Vilja draga Íran fyrir öryggisráðið

Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands; Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, og Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB.
Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands; Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, og Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB. MYND/AP

Utanríkisráðherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fjalli um kjarnorkuáætlun Írana. Þeir komu saman til fundar í Þýskalandi í dag og fóru yfir stöðu mála.

Ráðherrarnir sögðu sannað og skjalfest að Íranar hefðu beitt blekkingum og hefðu engan áhuga á bættum samskiptum við alþjóðasamfélagið. Því væri réttast að vísa kjarnorkuáætlun Írana til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði þó ekki útilokað að nýjar viðræður hæfust við írönsk stjórnvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×