Innlent

Ekki heil brú í fullyrðingum Jónasar

Þorbjörn Broddason.
Þorbjörn Broddason. MYND/Stefán

Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir ekki heila brú í fullyrðingum Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV, um að sannleikur og tillitssemi sé andstæðir pólar í siðareglum blaðamanna.

Þorbjörn Broddason var gestur í hádegisviðtalinu á NFS í dag, en hann hefur lengi fengist við rannsóknir á fjölmiðlum og kennt fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Þorbjörn segir forsíðufréttina frá því í fyrradag langt í frá einsdæmi fyrir DV, en maðurinn sem þar var fjallað um svipti sig lífi eftir að blaðið kom út. Þorbjörn segir að blaðið hafi ekki verið neitt öðruvísi í gær og fyrradag en það hafi verið undanfarin misseri. Það hafi leikið þann leik lengi að taka fólk fyrir með ótrúlegum hætti og hreinlega sett fólk á píningarbekk. Þetta sé dómur sem kveðin sé upp um grófar refsingar.

Þá segir Þorbjörnvel hægt að stunda blaðamennsku með bæði sannleikann og tillitssemi að leiðarljósi.Hann segir Jónas Kristjánsson, ritstjóra DV, kjósa að setja málið upp með þessum hætti og það sé sorglegt með mann með jafn glæsilegan og -merkilegan feril í íslenskri blaðamennsku. Hann sé í hópi merkustu blaðamanna 20. aldarinnar og sé á seinni hluta ferils síns fallinn ofan í gryfju. Það sé ekki heil brú í þeirr fullyrðingu að ekki sé hægt að leita sannleikans af yfirvegun og tillitssemi. Jónas segist vera að segja sannleikann þegar hann sé ekki einu sinni kominn með hann hálfan. Það sé rétt verið að byrja að rannsaka málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×