Spölur kemur líklega að framkvæmdum við Sundabraut 12. janúar 2006 13:30 MYND/Vísir Líklegt má telja að Spölur komi að framkvæmdum við Sundabraut. Þó hefur ekki verið rætt hvort það snúi einnig að fjármögnun verkefnisins. Stjórn Faxaflóahafna lýsti í fyrradag yfir áhuga á að hefja viðræður við ríkið um að taka þátt í fjármögnun Sundabrautar og stækkun Hvalfjarðarganga, og hefur stjórnin falið Árna Þór Sigurðssyni stjórnarformanni og Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að óska eftir þessum viðræðum við stjórnvöld. Gísli, sem er líka stjórnarformaður Spalar, tekur jákvætt í að fyrirtækið komi einnig að verkefninu. Spölur sé enda að stórum hluta í eigu Faxaflóahafna og ríkisins sem hafi verulega hagsmuni af því að Sundabrautin hafi farsælan framgang. Aðspurður hvort aðkoma fyrirtækisins snúi einnig að fjármögnun segir Gísli það eina af stóru spurningunum sem eigi eftir að ræða við ríkið um. Aðspurður hvort nokkurt vit sé í því að tvöfalda Hvalfjarðargöngin, ef vegurinn að þeim er ekki tvöfaldaður líka, segir Gísli að það sé mikill vilji allra sem koma að málinu að horfa á göngin og Sundabraut í einum pakka. Og hann segir mikilvægt að fara að einfalda ferlið þannig að hægt sé að fara að sjá fyrir upphaf framkvæmdanna. Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Líklegt má telja að Spölur komi að framkvæmdum við Sundabraut. Þó hefur ekki verið rætt hvort það snúi einnig að fjármögnun verkefnisins. Stjórn Faxaflóahafna lýsti í fyrradag yfir áhuga á að hefja viðræður við ríkið um að taka þátt í fjármögnun Sundabrautar og stækkun Hvalfjarðarganga, og hefur stjórnin falið Árna Þór Sigurðssyni stjórnarformanni og Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að óska eftir þessum viðræðum við stjórnvöld. Gísli, sem er líka stjórnarformaður Spalar, tekur jákvætt í að fyrirtækið komi einnig að verkefninu. Spölur sé enda að stórum hluta í eigu Faxaflóahafna og ríkisins sem hafi verulega hagsmuni af því að Sundabrautin hafi farsælan framgang. Aðspurður hvort aðkoma fyrirtækisins snúi einnig að fjármögnun segir Gísli það eina af stóru spurningunum sem eigi eftir að ræða við ríkið um. Aðspurður hvort nokkurt vit sé í því að tvöfalda Hvalfjarðargöngin, ef vegurinn að þeim er ekki tvöfaldaður líka, segir Gísli að það sé mikill vilji allra sem koma að málinu að horfa á göngin og Sundabraut í einum pakka. Og hann segir mikilvægt að fara að einfalda ferlið þannig að hægt sé að fara að sjá fyrir upphaf framkvæmdanna.
Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira