Erlent

Ein stúlka og byssumaður létust í gíslatöku í Colorado

Þessi stúlka slapp frá mannræningjanum og grét þegar hún fékk að sjá fjölskyldu sína aftur.
Þessi stúlka slapp frá mannræningjanum og grét þegar hún fékk að sjá fjölskyldu sína aftur. MYND/AP

Umsátur lögreglu um framhaldsskóla þar sem vopnaður maður hélt sex stúlkum föngnum í framhaldsskóla í Koloradó í Bandaríkjunum í gærkvöldi endaði með því að ein af stúlknanna lést af skotsárum sínum, sem og byssumaðurinn. Lögregla segir að hann hafi framið sjálfsmorð eftir að hann særði gísl sinn til ólífis.

Byssumaðurinn réðist inn í skólann um hádegisbil að staðartíma en sleppti fljótlega fjórum af sex stúlkum sem hann hélt föngnum. Þegar maðurinn hótaði að skaða stúlkurnar réðist lögregla til inngöngu með þessum afleiðingum. Skólinn er í útjaðri Denver, höfuðborgar Koloradó, steinsnar frá bænum Columbine, þar sem tveir unglingar skutu 13 samnemendur sína til bana og særðu tugi til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×