Innlent

Stjórnarfundur Staums stendur yfir

Stjórnarfundur hjá Straumi Burðarás stendur nú yfir en stjórnin hefur ekki komið saman í nærri tvo mánuði eða frá því að hún klofnaði. (LUM) Ástæðan var sú að Magnús Kristinsson, útgerðarmaður sem hafði verið varaformaður stjórnar fékk ekki brautargengi áfram og leit hann svo á að Björgólfur Thor Björgólfsson hefði bolað sér burt. Ekki varð hjá því komist að stjórnin kæmi saman í dag þar sem til stendur að birta ársfjórðungsuppgjör á morgun eftir að stjórnin hefur farið yfir það og samþykkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×