Innlent

Seðlabankastjóri útilokar ekki stýrivaxtahækkanir

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, útilokar ekki stýrivaxtahækkanir strax í næstu viku. Að mati sérfræðinga OECD verður ríkisstjórnin að draga úr útgjöldum sínum. Enn er of mikið ójafnvægi í efnahagsmálum.

Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem kom út í gær segir þörf sé á að hækka stýrivexti hér á landi frekar til að slá á verðbólgu og þennslu.

Í dag kom svo út skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) um íslenkst efnahagslíf. Telja skýrsluhöfundar að íslensk stjórnvöld verði með skjótvirkari hætti að koma á efnahagslegu jafnvægi og að mæta þennslu meðal annars með að draga úr stóriðjuframkvæmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×