Sport

Dean Ashton ökklabrotnaði á æfingu

Dean Ashton gegn Franck Queudrue í enska bikarnum í fyrra.
Dean Ashton gegn Franck Queudrue í enska bikarnum í fyrra. MYND/Getty

Dean Ashton, leikmaður West Ham, sem á dögunum var valinn í enska landsliðshópinn ökklabrotnaði á æfingu. Það var reiknað með að hann yrði í byrjunarliði Englendinga gegn Grikkjum. Það hefði verið fyrsti leikur hans fyrir England.

Þetta var fyrsta æfing John Terry sem fyrirliði liðsins en það féll í skuggann á meiðslum Ashton.

Þetta er gríðarlegt áfall fyrir West Ham því Ashton var í banastuði í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Hans verður sárt saknað þegar deildarkeppnin hefst.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×