Ódýrari tryggingar til skemmri tíma 13. janúar 2006 21:15 Nýtt tryggingafélag, sem er í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar, býður bílatryggingar til mánaðar í senn. Félagið ætlar að bjóða tryggingar allt að fjórðungi undir listaverði tryggingafélaganna. Hið nýja félag heitir Elísabet og er alfarið í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar. Að sögn rekstrarstjóra félagsins sker Elísabet sig út hvað þrjú atriði varðar. Tryggingatakar skuldbinda sig til mánaðar í senn, þeir geta sett trygginguna saman út frá eigin forsendum og starfsemin er öll á Netinu. Félagið hyggst bjóða lægri iðgjöld. "Já, Elísabet er að bjóða lægri iðgjöld," segir Jón Páll Leifsson, rekstrarstjóri Elísabetar. "Það helgast aðallega af því að Elísabet er með mjög litla yfirbyggingu. Hún er eingöngu með starfsemi á netinu og það ásamt fleiri verður til þess að Elísabet getur boðið neytandanum tryggingaiðgjöld og bílalán á mjög hagstæðum kjörum." Jón Páll segir stefnt að því að vera 25% undir listaverði hinna tryggingafélaganna. Eins og fyrr segir á Tryggingamiðstöðin hið nýja félag og er þar með komin í samkeppni við sjálfa sig. "Elísabet er svo sannarlega í samkeppni við alla á tryggingamarkaði og þar er Tryggingamiðstöðin engin undantekning," segir Jón Páll. "Elísabet er í raun og veru að bjóða allt aðra vöru á annan hátt þannig að þetta er kannski ekki alveg sambærilegt." Ef viðskiptavinur veldur þremur tjónum á fimm árum, tvöfaldast iðgjöldin, en það er gert til að þurfa ekki að hækka iðgjöld hjá tjónalausum. Jón Páll segir ekki útilokað að boðið verði upp á fleira en bílatryggingar. "Fyrst í stað kemur Elísabet inn á bílalána- og bílatryggingamarkaðinn. Það er samt ekkert því til fyrirstöðu að Elísabet dafni og bjóði í framhaldinu upp á tryggingar á fleiri sviðum." Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira
Nýtt tryggingafélag, sem er í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar, býður bílatryggingar til mánaðar í senn. Félagið ætlar að bjóða tryggingar allt að fjórðungi undir listaverði tryggingafélaganna. Hið nýja félag heitir Elísabet og er alfarið í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar. Að sögn rekstrarstjóra félagsins sker Elísabet sig út hvað þrjú atriði varðar. Tryggingatakar skuldbinda sig til mánaðar í senn, þeir geta sett trygginguna saman út frá eigin forsendum og starfsemin er öll á Netinu. Félagið hyggst bjóða lægri iðgjöld. "Já, Elísabet er að bjóða lægri iðgjöld," segir Jón Páll Leifsson, rekstrarstjóri Elísabetar. "Það helgast aðallega af því að Elísabet er með mjög litla yfirbyggingu. Hún er eingöngu með starfsemi á netinu og það ásamt fleiri verður til þess að Elísabet getur boðið neytandanum tryggingaiðgjöld og bílalán á mjög hagstæðum kjörum." Jón Páll segir stefnt að því að vera 25% undir listaverði hinna tryggingafélaganna. Eins og fyrr segir á Tryggingamiðstöðin hið nýja félag og er þar með komin í samkeppni við sjálfa sig. "Elísabet er svo sannarlega í samkeppni við alla á tryggingamarkaði og þar er Tryggingamiðstöðin engin undantekning," segir Jón Páll. "Elísabet er í raun og veru að bjóða allt aðra vöru á annan hátt þannig að þetta er kannski ekki alveg sambærilegt." Ef viðskiptavinur veldur þremur tjónum á fimm árum, tvöfaldast iðgjöldin, en það er gert til að þurfa ekki að hækka iðgjöld hjá tjónalausum. Jón Páll segir ekki útilokað að boðið verði upp á fleira en bílatryggingar. "Fyrst í stað kemur Elísabet inn á bílalána- og bílatryggingamarkaðinn. Það er samt ekkert því til fyrirstöðu að Elísabet dafni og bjóði í framhaldinu upp á tryggingar á fleiri sviðum."
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira