Innlent

Strætisvagnsstjóri beið bana

Strætisvagnabílstjóri beið bana í morgun, þegar vagninn hans lenti aftan á vöruflutningabíl. Engir farþegar voru í strætisvagninum.

Vagninum var ekið norður Sæbraut á tíunda tímanum í morgun. Ekki er að fullu ljóst hvernig slysið vildi til, en svo virðist, samkvæmt lögreglunni, sem vagninn hafi rekist utan í flutningabíl og við það hafi hann kastast til og lent aftan á öðrum flutningabíl, sem við það hafi rekist utan í jeppa. Áreksturinn var harður og kom höggið á vinstra framhorn vagnsins. Hálka og slæm færð var þegar slysið varð. Engir aðrir slösuðust í árekstrinum, en annar ökumaður var fluttur á sjúkrahús vegna áfalls.

Sæbrautin var lokuð í nokkrar klukkustundir vegna slyssins. Í yfirlýsingu sem starfsfólk og stjórn Strætó sendi frá sér í kjölfar slyssins segir að vagnstjórinn hafi verið einn í bílnum, þar sem hann hafi lokið áætlunarakstri og var hann að ferja bílinn á athafnasvæði Strætó. Fólkið er harmi slegið og segir í yrirlýsingunni að hugur allra hjá fyrirtækinu sé hjá fjölskyldu hins látna og er aðstandendum hans vottuð samúð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×