Innlent

Banaslys á Sæbraut

Mynd/Vísir

Banaslys varð á níunda tímanum í morgun þegar flutningabíll og strætisvagn skullu saman á Sæbraut, rétt ofan við Húsasmiðjuna. Ökumaður annars bílsins lést en enga aðra sakaði. Björgunarmenn þurftu að beita klippum til að ná ökumanninum út úr flakinu, en þá var hann látinn. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en hálka var á götunni eins og alls staðar á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×