Páll Baldvin og Björgvin ráðnir ritstjórar DV 13. janúar 2006 09:51 Páll Baldvin Baldvinsson MYND/Vilhelm Páll Baldvin Baldvinsson, menningarritstjóri DV, og Björgvin Guðmundsson, blaðamaður á Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, hafa verið ráðnir ritstjórar DV í stað Jónasar Kristjánssonar og Mikaels Torfasonar sem sögðu upp í morgun. Eins og kunnugt er hefur blaðið og ritstjórn þess legið undir mikilli gagnrýni undanfarna daga eftir að maður á sextugsaldri svipti sig lífi eftir að DV birti frétt um að hann væri sakaður um kynferðislegt ofbeldi. Páll Baldvin hóf störf á DV í ágúst 2004 og hefur gegnt starfi menningarritstjóra blaðsins. Hann var innkaupastjóri Stöðvar 2 frá 1987 og dagskrárstjóri 1995-2001 og listrænn ráðunautur Leikfélags Reykjavíkur 1991-1995. Páll Baldvin var ritstjóri Stúdentablaðsins 1975-1977 og hefur fjallað um menningarmál í fjölmiðlum frá 1970 á Tímanum, Þjóðviljanum og DV, RÚV, Stöð 2 og NFS. Páll Baldvin er menntaður í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og leikhúsfræði frá Goldsmith College í London. Björgvin hóf störf á Fréttablaðinu þegar það var stofnað vorið 2001. Í upphafi árs 2003 réði hann sig á ritstjórn Morgunblaðsins þar til hann snéri aftur og tók þátt í stofnun Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, í apríl 2005. Björgvin var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, í tvö ár og sat í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hann hefur stundað nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Jónas Kristjánsson og Mikel Torfason sendu frá sér tilkynningu í morgun þar sem þeir tilkynntu um uppsögn sína. Þar segir orðrétt: „DV hefur lent í ófriði í umræðum í þjóðfélaginu undanfarna daga. Nauðsynlegt er að skapa að nýju ró um blaðið og koma á vinnufriði hjá öllu því dugandi starfsfólki, sem unnið hefur á ýmsum sviðum þess. Til þess að svo megi verða höfum við sagt af okkur sem ritstjórar blaðsins frá og með deginum í dag." Skömmu seinna var tilkynnt að Páll Baldvin og Björgvin hefðu verið ráðnir ritstjórar DV í stað Jónasar og Mikaels. Stjórn Dagsbrúnar fundaði í morgun og sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem segir að stjórnin virði þá ákvörðun ritstjóra DV að láta af störfum. Vegna umræðu undanfarinna daga um ábyrgð eigenda og stjórnar á efni fjölmiðla á vegum dótturfélagsins 365 taki stjórnin fram að hún starfi eftir starfsreglum þar sem m.a. sé kveðið á um að stjórnarmönnum sé óheimilt að hlutast til um einstök umfjöllunarefni fjölmiðla í eigu félagsins. Aðkoma stjórnarinnar að fjölmiðlunum felist í almennri stefnumótun. Þá ítrekar stjórn Dagsbrúnar að hún standi vörð um tjáningarfrelsi, prentfrelsi, upplýsingafrelsi og gildi lýðræðis og mannréttinda. Félagið virði grundvallarreglur frjálsrar blaðamennsku og leggi áherslu á sjálfstæði ritstjórna, m.a. gagnvart eigendum, auglýsendum, hagsmunahópum og opinberum aðilum. Fréttastofa NFS hefur ekki náð tali af hinum nýráðnu ritstjórum DV í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og var fréttamanni vísað út af skrifstofu blaðsins. Þau svör voru gefin að ritstjórarnir væru á fundi. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Sjá meira
Páll Baldvin Baldvinsson, menningarritstjóri DV, og Björgvin Guðmundsson, blaðamaður á Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, hafa verið ráðnir ritstjórar DV í stað Jónasar Kristjánssonar og Mikaels Torfasonar sem sögðu upp í morgun. Eins og kunnugt er hefur blaðið og ritstjórn þess legið undir mikilli gagnrýni undanfarna daga eftir að maður á sextugsaldri svipti sig lífi eftir að DV birti frétt um að hann væri sakaður um kynferðislegt ofbeldi. Páll Baldvin hóf störf á DV í ágúst 2004 og hefur gegnt starfi menningarritstjóra blaðsins. Hann var innkaupastjóri Stöðvar 2 frá 1987 og dagskrárstjóri 1995-2001 og listrænn ráðunautur Leikfélags Reykjavíkur 1991-1995. Páll Baldvin var ritstjóri Stúdentablaðsins 1975-1977 og hefur fjallað um menningarmál í fjölmiðlum frá 1970 á Tímanum, Þjóðviljanum og DV, RÚV, Stöð 2 og NFS. Páll Baldvin er menntaður í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og leikhúsfræði frá Goldsmith College í London. Björgvin hóf störf á Fréttablaðinu þegar það var stofnað vorið 2001. Í upphafi árs 2003 réði hann sig á ritstjórn Morgunblaðsins þar til hann snéri aftur og tók þátt í stofnun Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, í apríl 2005. Björgvin var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, í tvö ár og sat í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hann hefur stundað nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Jónas Kristjánsson og Mikel Torfason sendu frá sér tilkynningu í morgun þar sem þeir tilkynntu um uppsögn sína. Þar segir orðrétt: „DV hefur lent í ófriði í umræðum í þjóðfélaginu undanfarna daga. Nauðsynlegt er að skapa að nýju ró um blaðið og koma á vinnufriði hjá öllu því dugandi starfsfólki, sem unnið hefur á ýmsum sviðum þess. Til þess að svo megi verða höfum við sagt af okkur sem ritstjórar blaðsins frá og með deginum í dag." Skömmu seinna var tilkynnt að Páll Baldvin og Björgvin hefðu verið ráðnir ritstjórar DV í stað Jónasar og Mikaels. Stjórn Dagsbrúnar fundaði í morgun og sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem segir að stjórnin virði þá ákvörðun ritstjóra DV að láta af störfum. Vegna umræðu undanfarinna daga um ábyrgð eigenda og stjórnar á efni fjölmiðla á vegum dótturfélagsins 365 taki stjórnin fram að hún starfi eftir starfsreglum þar sem m.a. sé kveðið á um að stjórnarmönnum sé óheimilt að hlutast til um einstök umfjöllunarefni fjölmiðla í eigu félagsins. Aðkoma stjórnarinnar að fjölmiðlunum felist í almennri stefnumótun. Þá ítrekar stjórn Dagsbrúnar að hún standi vörð um tjáningarfrelsi, prentfrelsi, upplýsingafrelsi og gildi lýðræðis og mannréttinda. Félagið virði grundvallarreglur frjálsrar blaðamennsku og leggi áherslu á sjálfstæði ritstjórna, m.a. gagnvart eigendum, auglýsendum, hagsmunahópum og opinberum aðilum. Fréttastofa NFS hefur ekki náð tali af hinum nýráðnu ritstjórum DV í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og var fréttamanni vísað út af skrifstofu blaðsins. Þau svör voru gefin að ritstjórarnir væru á fundi.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Sjá meira