Innlent

Búið að opna Kjalarnes fyrir umferð.

Kjalarnesið hefur verið opnað fyrir umferð á ný eftir tveggja klukkustunda lokun. Jeppi og fólksbíll lentu saman með þeim afleiðingum að jeppinn valt. Þrír voru fluttir á sjúkrahús en ekki er talið að fólkið sé alvarlega slasað. Það tók um hálfa klukkustund að klippa bílstjóra jeppabifreiðarinnar úr bílnum. Þó nokkrar tafir voru á umferð þar sem veginum var lokað og má búast við einhverjum áframhaldandi töfum á umferð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×