Karel Brueckner, landsliðsþjálfari Tékka í knattspyrnu, hefur nú valið landsliðshóp sinn sem mætir San Marino og Írum í D-riðli undankeppni EM í næsta mánuði. Einn nýliði verður í hópnum, en það er markvörðurinn Marek Cech frá Slovan Leberec og verður honum ætlað að vera varamaður fyrir nafna sinn Peter Cech hjá Chelsea.
Milan Baros verður á ný í landsliði Tékka eftir meiðsli, en hann hefur ekki spilað með liðinu síðan á HM í sumar þegar landsliðið olli nokkrum vonbrigðum. Tékkar mæta San Marino þann 7. október og sækja svo Íra heim í Dublin fjórum dögum síðar.
Hópur Tékka:
Markverðir: Jaromir Blazek (Sparta Prague), Marek Cech
(Liberec), Petr Cech (Chelsea)
Varnarmenn: Zdenek Grygera (Ajax Amsterdam), Marek
Jankulovski (AC Milan), Martin Jiranek, Radoslav Kovac (both
Spartak Moscow), David Rozehnal (Paris St Germain), Tomas
Ujfalusi (Fiorentina), Tomas Zapotocny (Liberec)
Miðjumenn: Tomas Galasek, Jan Polak (both Nuremberg),
David Jarolim (Hamburg SV), Jaroslav Plasil (Monaco), Tomas
Rosicky (Arsenal), Libor Sionko (Rangers), Tomas Sivok (Sparta
Prague)
Framherjar: Milan Baros (Aston Villa), Jan Koller (Monaco),
Marek Kulic (Mlada Boleslav), David Lafata (Jablonec).