Guðni Th. Jóhannesson 16. desember 2006 08:00 Guðni Th. Jóhannesson Kosturinn við sagnfræðina er að hún kemur stundum á óvart. Guðni Th. Jóhannesson varpar í riti sinu um svokallaða óvini ríkisins bombu inn í íslenska stjórnmálaumræðu. Þar rekur hann skilvíslega hvernig ríkisstarfsmenn fengu leyfi domar, möglunarlaust, til að hlera síma. Nú liggur hún ósprunginn í garði þjóðarinnar. Samt kannast furðu margir við að hér hafi um áratugi tíðkast símahleranir: málgögn, félagasamtök, einstaklingar í pólitísku vafstri, jafnvel þingmenn, forystumenn verkalýðshreyfingarinnar nutu þess álits hjá fáeinum einstaklingum í opinberri þjónustu að ástæða þótti til hlerana. Guðni dregur fram ótal dæmi frá upphafi þessa, fyrst á árunum þegar stéttaátök eru að magnast hér á landi í hvíta stríðinu og Gúttó-slagnum á þeim árum sem óttinn við kommúnismann var að leggjast á sál margra forystumanna borgaralegra afla. Síðan enn frekar þegar hér var talin ógn af mönnum sem voru hlynntir stórveldunum, þýska og rússneska. Hernámið færði þessa skyldu borgaralegra yfirvalda á herðar hernámsliðanna sem bæði tóku menn úr umferð og fluttu úr landi og heldu lista um óæskilega einstaklinga. Steininn tekur þó úr þegar kemur að óróa meðal borgara vegna stórra deilumála og sem tengjast utanríkispólitík, herstöðva- og hernaðarbandalagssamningum, verkföllum og landhelgismálum. Þá koma við sögu tilraunir sovétmanna til njósna hér og loks rekur Guðni þau tilvik þar sem fylgst var með róttækum hópum, herstöðvaandstæðingum og námsmannahreyfingum. Sögunni lýkur snemma á áttunda áratugnum og þó ekki: enn eru þessi deilumál til umræðu og hafa nú umhverfst í hluta af pólitískri deilu í aðdraganda kosninga í vor. Mönnun gengur satt að segja illa að komast að samkomulagi að allt skuli dregið í dagsljósið og er sú pólarisering heldur kátleg. Síðustu dægrin hafa komið fram heimildamenn sem segja í skjóli nafnleyndar að hleranir hafi tíðkast mun lengur en Guðni hefur gögn um, jafnvel símar lögreglumanna hafi verið hleraðir. Bók Guðna er stór að vöxtum, ríkulega myndskreytt, með heimilda- og tilvitnanaskrám og nafnaskrám: 411 síður. Verkið ber þess nokkur merki að hafa verið unnið í flýti, það er víða fljótaskrift á frásagnarhættinum, setningarvillur fáar en yfirprentað er í nafnaskrá (410) sem er til vitnis um hraða í vinnslu. Eintakið mitt var enn blautt í spjöldum og örk sem benti til hraðrar vinnslu en er að ná sér. Síðustu athugasemdir eru skráðar seint í haust. Átti Guðni að bíða? Atburðarás síðustu vikur sannar að útgáfutíminn var hárréttur, eftirmálin verða skrifuð í aðra miðla en bækur þessar vikur og fram á vor. Það er hárétt greining hjá sagnfræðingnum að rauði þráðurinn í verkinu er ótti: ástæður hans hafa bólgnað svo í vitum manna á öllum þessum tíma, einkum eftir stríðið, að þeir lögðust í eftirlit, brutu þinghelgi og flest borgaraleg réttindi, af litlu eða engu tilefni. Ástæður þeirra reynast nú í dómi sögunnar skoplegar. Sem betur fer voru afleiðingar gerða þeirra ekki alvarlegar eins og þær reyndust víðar um álfur þar sem eins var að staðið: Sovétríkjunum, Austur-Þýskalandi, fasistaríkjunum Spáni og Portúgal og víðar um heim þar sem hægri sinnuð borgaraleg öfl töldu nauðsynlegt að misbeita valdi kjörinna stjórnvalda og embættismanna með svipuðum hætti. Það er samhengi hlerana á Íslandi hvað sem menn gera nú til að slá úr. Guðni fer varlega í að túlka þau gögn sem hann rekur í skipulagðri tímaröð eftir þeim heimildum sem honum eru aðgengilegar. Upprifjun hans tekur oft á sig snið belgs og biðu, hann dvelur ekki í frásögninni, nýtir ekki tækifæri til bollalegginga en lætur gögnin tala. Stöku sinnum varar hann við túlkunum eða dregur þær fram í spurn. Allur er varinn góður: hér skortir á viðtöl við þá opinbera starfsmenn lögreglu og Pósts og síma sem stóðu í skítverkunum. þeir eru enda bundnir trúnaði sem ætti að leysa þá undan hið snararsta svo hreinsa megi út úr þessumfylgsnum. Um leið og Guðni bregður ljósi á skuggaheima borgaralegra stjórnmálamanna og embættismanna er síðari hluti verks hans kúnstug lýsing á Fylkingunni og þeim sem fóru fram í andstöðu gegn heimsvaldastefnunni eins og hún var kölluð. Sá þáttur er ekki síður merkilegur. Og bakvið allt gín við lesanda sú sára staðreynd hvað íslenskt stjórnmálalíf þessa tíma var frumstætt í mörgu. Og eftir vakir su spurning hvort það er þroskaðra nú í ljósi þessara tíðinda? Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Kosturinn við sagnfræðina er að hún kemur stundum á óvart. Guðni Th. Jóhannesson varpar í riti sinu um svokallaða óvini ríkisins bombu inn í íslenska stjórnmálaumræðu. Þar rekur hann skilvíslega hvernig ríkisstarfsmenn fengu leyfi domar, möglunarlaust, til að hlera síma. Nú liggur hún ósprunginn í garði þjóðarinnar. Samt kannast furðu margir við að hér hafi um áratugi tíðkast símahleranir: málgögn, félagasamtök, einstaklingar í pólitísku vafstri, jafnvel þingmenn, forystumenn verkalýðshreyfingarinnar nutu þess álits hjá fáeinum einstaklingum í opinberri þjónustu að ástæða þótti til hlerana. Guðni dregur fram ótal dæmi frá upphafi þessa, fyrst á árunum þegar stéttaátök eru að magnast hér á landi í hvíta stríðinu og Gúttó-slagnum á þeim árum sem óttinn við kommúnismann var að leggjast á sál margra forystumanna borgaralegra afla. Síðan enn frekar þegar hér var talin ógn af mönnum sem voru hlynntir stórveldunum, þýska og rússneska. Hernámið færði þessa skyldu borgaralegra yfirvalda á herðar hernámsliðanna sem bæði tóku menn úr umferð og fluttu úr landi og heldu lista um óæskilega einstaklinga. Steininn tekur þó úr þegar kemur að óróa meðal borgara vegna stórra deilumála og sem tengjast utanríkispólitík, herstöðva- og hernaðarbandalagssamningum, verkföllum og landhelgismálum. Þá koma við sögu tilraunir sovétmanna til njósna hér og loks rekur Guðni þau tilvik þar sem fylgst var með róttækum hópum, herstöðvaandstæðingum og námsmannahreyfingum. Sögunni lýkur snemma á áttunda áratugnum og þó ekki: enn eru þessi deilumál til umræðu og hafa nú umhverfst í hluta af pólitískri deilu í aðdraganda kosninga í vor. Mönnun gengur satt að segja illa að komast að samkomulagi að allt skuli dregið í dagsljósið og er sú pólarisering heldur kátleg. Síðustu dægrin hafa komið fram heimildamenn sem segja í skjóli nafnleyndar að hleranir hafi tíðkast mun lengur en Guðni hefur gögn um, jafnvel símar lögreglumanna hafi verið hleraðir. Bók Guðna er stór að vöxtum, ríkulega myndskreytt, með heimilda- og tilvitnanaskrám og nafnaskrám: 411 síður. Verkið ber þess nokkur merki að hafa verið unnið í flýti, það er víða fljótaskrift á frásagnarhættinum, setningarvillur fáar en yfirprentað er í nafnaskrá (410) sem er til vitnis um hraða í vinnslu. Eintakið mitt var enn blautt í spjöldum og örk sem benti til hraðrar vinnslu en er að ná sér. Síðustu athugasemdir eru skráðar seint í haust. Átti Guðni að bíða? Atburðarás síðustu vikur sannar að útgáfutíminn var hárréttur, eftirmálin verða skrifuð í aðra miðla en bækur þessar vikur og fram á vor. Það er hárétt greining hjá sagnfræðingnum að rauði þráðurinn í verkinu er ótti: ástæður hans hafa bólgnað svo í vitum manna á öllum þessum tíma, einkum eftir stríðið, að þeir lögðust í eftirlit, brutu þinghelgi og flest borgaraleg réttindi, af litlu eða engu tilefni. Ástæður þeirra reynast nú í dómi sögunnar skoplegar. Sem betur fer voru afleiðingar gerða þeirra ekki alvarlegar eins og þær reyndust víðar um álfur þar sem eins var að staðið: Sovétríkjunum, Austur-Þýskalandi, fasistaríkjunum Spáni og Portúgal og víðar um heim þar sem hægri sinnuð borgaraleg öfl töldu nauðsynlegt að misbeita valdi kjörinna stjórnvalda og embættismanna með svipuðum hætti. Það er samhengi hlerana á Íslandi hvað sem menn gera nú til að slá úr. Guðni fer varlega í að túlka þau gögn sem hann rekur í skipulagðri tímaröð eftir þeim heimildum sem honum eru aðgengilegar. Upprifjun hans tekur oft á sig snið belgs og biðu, hann dvelur ekki í frásögninni, nýtir ekki tækifæri til bollalegginga en lætur gögnin tala. Stöku sinnum varar hann við túlkunum eða dregur þær fram í spurn. Allur er varinn góður: hér skortir á viðtöl við þá opinbera starfsmenn lögreglu og Pósts og síma sem stóðu í skítverkunum. þeir eru enda bundnir trúnaði sem ætti að leysa þá undan hið snararsta svo hreinsa megi út úr þessumfylgsnum. Um leið og Guðni bregður ljósi á skuggaheima borgaralegra stjórnmálamanna og embættismanna er síðari hluti verks hans kúnstug lýsing á Fylkingunni og þeim sem fóru fram í andstöðu gegn heimsvaldastefnunni eins og hún var kölluð. Sá þáttur er ekki síður merkilegur. Og bakvið allt gín við lesanda sú sára staðreynd hvað íslenskt stjórnmálalíf þessa tíma var frumstætt í mörgu. Og eftir vakir su spurning hvort það er þroskaðra nú í ljósi þessara tíðinda? Páll Baldvin Baldvinsson
Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira