Innlent

Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi Nanoq lokið

MYND/Sigurður Jökull

Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi Íslenskrar útivistar, sem rak verslunina Nanoq í Kringlunni, er lokið. Verslunin var lýst gjaldþrota árið 2002 en þá höfðu heildsalar ekki fengið greitt fyrir vörur að verðmæti á annað hundrað milljónir króna. Sextíu manns misstu vinnuna við gjaldþrotið. Þrotabú Nanoq var síðan selt Kaupþingi fyrir ríflega 270 milljónir króna. Kröfur í þrotabúið námu fimm hundruð sextíu og þremur milljónum króna, þar af voru veðkröfur upp á rúmar 400 milljónir. Fyrir eignir þrotabúsins fengust tæpar 340 milljónir króna. Ríflega 280 milljónir gengu upp í veðkröfur, tíu milljónir til greiðslu á búskröfum og 46 milljónir króna upp í forgangskröfur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×