Innlent

Þjófur svaraði í símann

Klaufaskapur innbrotsþjófs varð honum að falli á dögunum þegar hann álpaðist til að svara hringingu sænsku lögreglunnar í farsíma sem hann hafði nýlega tekið ófrjálsri hendi. Maðurinn hafði brotist inn í hús í bæ í Norður-Svíþjóð og látið þar greipar sópa og þar á meðal nælt sér í farsíma. Lögregla hringdi í símann og maðurinn svaraði en hirti ekki um að leggja á. Lögrelan heyrði þjófinn bölva því hve lengi hann þurfti að bíða eftir leigubíl sem hann hafði pantað. Þegar bíllinn kom loksins lét maðurinn aka sér til næsta bæjar. Lögreglan hafði upp á leigubílnum og handtók þennan lánlausa afbrotamann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×