Innlent

Drengur missti meðvitund við inntöku helíums

Mynd/Getty images

Drengur missti meðvitund og hlaut áverka á höfði eftir að hafa leikið sér að því að anda að sér helíum. Sjóvá Forvarnarhús vill brýna fyrir foreldrum að útskýra fyrir börnum sínum hætturnar sem fylgt geta misnotkun á helíumblöðrum.

Flestir kannast við þann leik að anda að sér helíum úr gasblöðrum til að skrumskæla röddina, sjálfum sér og öðrum til skemmtunar. Færri gera sér þó grein fyrir að helíum getur, við endurtekna innöndun, valdið súrefnisskorti sem orsakað getur meðvitundarleysi.

Herdís L. Storgaard, forstöðumaður Sjóva Forvarnarhúss segir að ekki liggi fyrir mörg dæmi þess að helíum valdi slysum en margar fyrirspurnir komi þó oft til sjúkrahúsa um efnið og skaðsemi þess, eftir misnotkun einstaklinga, en þau atvik eru ekki skráð. Eins segir Herdís að fyrr greint atvik, þegar drengur missti meðvitund og slasaðis eftir innöndun helíums, sýni að þörf er á því að foreldrar brýni fyrir börnum sínum hætturnar sem efnið getur valdið og sýni eins gott fordæmi með því að leika þennan leik ekki sjálf.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×